Nýjast á Local Suðurnes

Myndbandið við vinsælasta lag landsins klippt saman í Reykjanesbæ

Vinsælasta lag landsins um þessar mundir er án efa lagið Ferðumst innanhúss, sem flutt er af 19 af vinsælustu söngvurum landsins og þríeykinu sem stjórnar aðgerðum vegna Covid-veirufaraldursins hér á landi, þeim Þórólfi, Ölmu og Víði.

Myndbandið við lagið er klippt saman af fjölmiðlamanninum Sighvati Jónssyni, dagskrárgerðarmanni á Bylgjunni, en hann er búsettur í Reykjanesbæ. Kappinn er reyndar Vestmannaeyingur í húð og hár, en við nýtum okkur tenginguna við Reykjanesbæinn og eignum okkur heiðurinn að þessu öllu saman. Söguna á bak við vinnslu myndbandsins má sjá hér fyrir neðan en enn neðar er svo lagið sjálft, klárt í hlustun og áhorf.