Nýjast á Local Suðurnes

Vegagerdin varar við hálku á Reykjanesbraut

Vegagerðin varar ökumenn við því að hálka sé á Reykjanesbraut í kvöld, en auk þess er hálka víða innanbæjar í Reykjanesbæ.

Á vef Veðurstofu Íslands kemur fram að í kvöld og á morgun verði hæg breytileg átt á bilinu 5 – 13 m/s og dálítil él á víð og dreif. Þá á Veðurstofan von á því að það verði vægt frost í nótt en hiti í kringum frostmark á morgun.