Nýjast á Local Suðurnes

Vetrarveður í kortunum – Snjóar þegar líður á vikuna

Myndin tengist fréttinni ekki beint - Mynd: Björgunarsveitin Suðurnes

Það má búast við vetrarveðri sunnanlands, þegar líður á vikuna og mun hiti verða nálægt frostmarki. Því má búast við slyddu eða snjókmu á miðvikudag og fimmtudag. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Ísands, en hér fyrir neðan má sjá spá verðurfræðinga út vikuna.

Athyglisvert: Þetta kemur sér vel um vetur

Veðurspá næstu daga:

Vestan 8-15 metrar í dag, en hægari vindur norðanlands. Víða él og hiti nálægt frostmarki, en skúrir við sjávarsíðuna á sunnanverðu landinu með hita að 5 stigum. Lægir víða í kvöld.

Austan og norðaustan 10-18 metrar á sekúndu og slydda eða snjókoma á morgun sunnan- og síðar austanlands. Norðaustan 8-13 metrar á sekúndu og úrkomulítið vestan- og norðvestanlands. Hiti kringum frostmark.

Á þriðjudag:
Austan og norðaustan 13-18 metrar á sekúndu sunnan- og austanlands og snjókoma, slydda eða rigning. Norðaustan 8-13 metrar á sekúndu og úrkomulítið vestan- og norðvestanlands. Hiti kringum frostmark.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Austan- og suðaustanátt, yfirleitt á bilinu 8-15 metrar á sekúndu. Él eða snjókoma í flestum landshlutum og frost 0 til 5 stig.

Á föstudag:
Vaxandi suðaustan- og austanátt með úrkomu og hægt hlýnandi veðri. Víða hvassviðri og snjókoma undir kvöld, en rigning sunnanlands og frostlaust þar.

Á laugardag:
Hvöss austanátt á norðaverðu landinu framan af degi með snjókomu eða slyddu, en annars hægari sunnanátt með éljum eða slydduéljum. Hiti kringum frostmark.

Á sunnudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með éljum, en bjart norðaustantil á landinu. Hiti um eða undir frostmarki.