Nýjast á Local Suðurnes

Tekin í “græna hliðinu” með kókaín

Tveir karl­menn og ein kona, sem voru stöðvuð af toll­vörðum í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar ný­verið, reynd­ust vera með á annað hundrað grömm af meintu kókaíni í far­angri sín­um. Fólkið, sem var að koma frá Spáni, kom inn á grænt toll­hlið merkt „Eng­inn toll­skyld­ur varn­ing­ur.“

Við hefðbundið eft­ir­lit kom í ljós að í mittistösku sem eitt þeirra bar voru tæp­lega 100 grömm af meintu kókaíni. Í sam­eig­in­legri ferðatösku þeirra fannst svo meira af efn­inu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Toll­stjóra.

Lög­reglan á Suðurnesjum rann­sak­ar málið.