Nýjast á Local Suðurnes

Soffía og Karen framlengja við Njarðvík

Þær Soffía Rún Skúladóttir og Karen Dögg Vilhjálmsdóttir hafa framlengt samninga sína við kvennalið Njarðvíkur í körfuknattleik. Karen Dögg er 19 ára gamall framherji/miðherji og Soffía Rún 23 ára gamall skotbakvörður.

Nýverið samdi Njarðvík við Hallgrím Brynjólfsson um þjálfun kvennliðs félagsins á næstu leiktíð.