Baráttusigur hjá Grindvíkingum
Grindvíkingar lögðu Víkinga að velli með tveimur mörkum gegn einu í Pepsídeildinni í knattspyrnu. Leikið var á Víkingsvelli við fínar aðstæður.
Það voru Víkingar sem réðu ferðinni lengst af leiks og skoruðu fyrsta markið á 25. mínútu, og þannig var staðan í leikhléi og geta Grindvíkingar þakkað markverði sínum, Kristijan Jajalo að munurinn varð ekki meiri í hálfleik, en hann varði nokkrum sinnum vel.
Víkingar byrjuðu síðari hálfleikinn einnig betur, en það voru Grindvíkingar sem jöfnuðu, nokuð gegn gangi leiksins á 76. mínútu með marki Alexanders Veigars. Andri Rúnar Bjarnason skoraði svo sigurmarkið í uppbótartíma. Dýrmæt þrjú stig fyrir Grindvíkinga sem leika á ný í Pepsí-deildinni eftir langt hlé.