Nýjast á Local Suðurnes

Gríðarlegur tekjusamdráttur á KEF

Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, Isavia, grátt. Félagið tapaði 5,3 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins.

Í tilkynningu frá félaginu segir að tekjusamdráttur milli ára hafi numið 97% á Keflavíkurflugvelli. Tekjur félagsins í heild drógust saman um 53%, eða 9,6 milljarða. Þá segir að félagið hafi gripið til „verulegra hagræðingaaðgerða“ til að bregðast við stöðunni sem eiga að koma til áhrifa á síðari hluta ársins.