Nýjast á Local Suðurnes

ÍAV bauð best í 5,3 milljarða verkefni á Keflavíkurflugvelli

Íslensk­ir aðal­verk­tar buðu best í útboði banda­ríska varn­ar­málaráðuneyt­is­ins á hönn­un og fram­kvæmd­um vegna flug­hlaða og tengdra verk­efna á ör­ygg­is­svæðinu á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Frá þessu er greint á vef stjórn­ar­ráðsins, en ekki er tilgreint hvaða önnur tilboð bárust. Verkið var aug­lýst í júlí á síðasta ári.

Í tilkynningunni kemur fram að Banda­rísk yf­ir­völd fjár­magni al­farið fram­kvæmd­irn­ar.

Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á tæpar 39 milljónir bandaríkjadala eða 5,3 milljarða króna. Það er undir kostnaðaráætlun bandaríska varnarmálaráðuneytisins en heildarfjárheimild bandaríska þingsins hljóðaði upp á 57 milljónir dala.