Nýjast á Local Suðurnes

Ók inn í verslun við Krossmóa

Ökumaður jepplings varð fyrir því óhappi að aka bifreið sinni í gegnum rúðu í verslun Bílanausts í Króssmóa í dag. Eftir því sem næst verður komist setti ökumaðurinn bifreiðina í rangan gír er hann hugðist bakka út úr bílastæði við verslunina.

Tvær stórar rúður brotnuðu í versluninni við áreksturinn auk þess sem gluggaútstilling skemmtist. Lítið tjón varð hins vegar á bifreiðinni við óhappið og ökumanninn sakaði ekki.