Nýjast á Local Suðurnes

Sigur hjá Þrótti í fyrsta leik

Þróttur Vogum nældi í sigur á Berserkjum í þriðju deildinni í knattspyrnu í fyrsta leik deildarinnar í gærkvöldi. Leikurinn endaði 2-0 og voru það þeir Tómasi Ingi Urbancic og Elfar Freyr Arnþórsson sem skoruðu mörkin á 49. og 54. mínútu.

Þróttarar fara því vel af stað í deildinni, en liðinu er spáð góðu gengi í sumar. Næsta verkefni liðsins verður þó í stærri kantinum, en þá taka Þróttarar á móti Pepsí-deildarliði Stjörnunnar í bikarnum.