Nýjast á Local Suðurnes

Harður árekstur á Sandgerðisvegi

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Harður árekstur varð á Sandgerðisvegi þegar tvær bifreiðir skullu saman. Hafði ökumaður annarrar þeirra misst stjórn á henni í hálku með þeim afleiðingum að hún skall framan á hinni bifreiðinni sem kom út gagnstæðri átt.

Ökumenn sluppu ómeiddir en bifreiðirnar voru óökufærar.