Nýjast á Local Suðurnes

Höfnuðu tilboði sem var 205% yfir kostnaðaráætlun

Reykjaneshöfn óskaði eftir tilboðum í verkið „Njarðvíkurhöfn, Suðursvæði, dýpkun hafnar 2024“ og bauð eitt fyrirtækii í verkið. Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á tæplega 798 milljónir króna, en kostnaðaráætlun upp á rétt um 390 milljónir.

Tilboðið var því tæplega 205% yfir kostnaðaráætlun. Vegagerðin sem er ráðgjafi Reykjaneshafnar við þessa framkvæmd lagði til að tilboðinu yrði hafnað, sem var gert.

Helstu verkþættir sem til stóð að fara í voru dýpkun hafnarinnar um 75.700 m3 og Þilskurður 200 m.