Nýjast á Local Suðurnes

Breyta hersjúkrahúsi í hjólhýsageymslu

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í gamla hersjúkrahúsinu á Ásbrú undanfarnar vikur. Allt hefur verið hreinsað út úr húsinu þannig að aðeins standa eftir burðarbitar og útveggir, en húsinu hefur verið breytt í geymsluhúsnæði og mun hýsa hjólhýsi og húsbíla í vetur.

Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um nýtingu hússins síðan herinn flaug af landi brott fyrir 10 árum, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar hóf meðal annars umfangsmiklar endurbætur á sjúkrahúsinu þegar til stóð að Iceland Healthcare, í eigu athafnamannsins Róberts Wessman, mundi leigja það undir sjúkrahús fyrir útlendinga. Ekkert varð af þeim áformum.