Reynsluboltinn Kenny framlengir við Njarðvík
Einn af reynslumeiri leikmönnum Njarðvíkur í knattspyrnunni, Kenny Hogg, hefur samið um að leika með liðinu áfram. Samningurinn gildir til ársins 2024.
Kenny gekk til liðs við Njarðvík frá Tindastól árið 2017 en hann kom fyrst til Íslands árið 2016 eftir háskólanám í Bandaríkjunum.
Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í Lengjudeildinni að ári eftir að hafa náð efsta sæti 2. deildarinnar örugglega í sumar.
Það er mikið gleðiefni að halda Kenny áfram í herbúðum Njarðvíkur en hann hefur leikið 150 leiki fyrir félagið og skorað 68 mörk, segir í tilkynningu frá Njarðvíkingum.
Mynd: Knattspyrnudeild Njarðvíkur