Nýjast á Local Suðurnes

Vel heppnað hjólabrettamót í Ungmennagarðinum – Sjáðu myndirnar!

Svokallað Dekkjamót var haldið í Ungmennagarðinum við 88-Húsið í Reykjanesbæ í gær. Hugmyndina að mótinu áttu fjórir vaskir drengir úr sveitarfélaginu. Mótið heppnaðist einstaklega vel og skráðu fjölmargir þátttakendur sig til leiks. Leyfilegt var að keppa á hjólabrettum, reiðhjólum og hlaupahjólum.

Keppt var í frjálsri aðferð – hámarkstími hvers þátttakanda voru tvær mínútur. Gerð var krafa um að allir keppendur myndu nota hjálm.

Úrslit urðu sem hér segir; í yngri flokknum sigraði Eyjólfur Einar Einarsson, í öðru sæti var Kári Þorsteinsson og í þriðja sæti var Jóhann Þór Elvarsson.

Í eldri flokki sigraði Mikki Gackowski, í öðru sæti var Ísak Geir Stefánsson og í þriðja var Aron Guðmundsson.