Nýjast á Local Suðurnes

Harka og hjálpsemi á æfingum hjá Njarðvíkingum – Leituðu að tönn liðsfélaga í grasinu

Það er óhætt að segja að það sé vel tekið á því á æfingum hjá meistaraflokki Njarðvíkinga í knattspyrnunni, en Stefán Birgir Jóhannesson leikmaður liðsins varð fyrir því óláni að brjóta tönn á æfingu í dag.

En þrátt fyrir hörkuna eru liðsandinn og hjálpsemin í lagi hjá liðinu, eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan sem sýnir leikmenn leita að tönninni sem fannst ekki þrátt fyrir að menn leggðu sig alla fram.