Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbraut lokað á milli 12 og 17 á föstudag

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Ekkert ferðaveður verður á landinu öllu á morgun og má gera ráð fyrir því að færð spillist mjög víða og því hefur Vegagerðin ákveðið að loka nokkrum vegum, þar á meðal Reykjanesbraut, þar sem spáð er að vindur nái allt að 25 metrum á sekúndu, með hviðum allt að 35-40 metrum á sekúndu samfara krapa og vatnsaga. Brautinni verður því lokað klukkan 12 á hádegi. Gert er ráð fyrir að lokunin standi til klukkan 17.

Eftirtaldir vegir verða lokaðir á eftirtöldum tíma:

09:00 – 18.00 Eyjaföll og Hellisheiði.

11:00 – 18:00 Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði.

12:00 – 17:00 Reykjanesbraut.

12:00 – 18:00 Kjalarnes og Hafnarfjall.

15:00 – 21:00 Holtavörðuheiði og Brattabrekku.

16:00 og fram á kvöld Mývatns- og Möðrudalsöræfi, Fjarðarheiði, Fagridalur og Oddsskarð.