Nýjast á Local Suðurnes

Stal kjúklingalærum og orkudrykk

Þjófnaður á fjórum negldum, nýlegum hjólbörðum var tilkynntur til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Eigandinn hafði komið þeim til geymslu í fjölbýlishúsi en þegar til átti að taka voru þeir horfnir.

Þá var tilkynnt um stuld í verslun í umdæminu. Þar reyndist vera á ferðinni karlmaður sem hafði nælt sér í orkudrykk og pakka af kjúklingalærum sem hann hugðist hafa á brott með sér án þess að borga fyrir. Vettvangsskýrsla var tekin af honum.