Nýjast á Local Suðurnes

Auka aðalfundur hjá Þrótti Vogum – Breyta nafni knattspyrnudeildar

Boða þarf til auka aðalfundar hjá Knattspyrnudeild Þróttar í Vogum, þar sem ekki tókst að manna stjórn deildarinnar að fullu á aðalfundi sem fram fór þann 20. febrúar síðastliðinn. Fulltrúi KSÍ á fundinum sagði aðdáunarvert hversu vel félagið er rekið.

Óvenjuleg staða er þó komin upp hjá knattspyrnudeildinni þar sem breyta þarf nafni félagsins en núverandi nafn veldur ruglingi þegar verið er að vinna í styrktarmálum, segir í fundargerð. Núverandi nafn félagsins er Knattspyrnufélagið Vogar og var félaginu ráðlagt að breyta nafninu í Knattspyrnudeild Þróttar Vogum. Sú ráðstöfun var samþykkt samhljóða.

Þorsteinn Gunnarsson, fulltrúi KSÍ hélt tölu á fundinum og ræddi meðal annars um góða tíma sem hann átti í Vogunum, en hann þjálfaði meistarflokk félagsins árið 2012. Þorsteinn hafði orð á þvíð að ánægjulegt væri að sjá að reksturinn deildarinnar sé í nokkuð góðu standi, þrátt fyrir þungan róður og finnst aðdáunarvert hve vel félagið sé rekið rekið. Auk þessa ræddi Þorsteinn um keppni í annari deildinni, en að hans mati verði keppni í deildinni ein sú öflugasta í mörg ár. Þá hvatti Þorsteinn félagið til að halda sveitarfélaginu við efnið auk þess sem hann óskaði liðinu góðs gengis í sumar.

Uppfært 25.02.2020 kl. 12:15: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var gefið í skyn að knattspyrnudeild Þróttar ætti í vandræðum vegna nafnamála. Það var ekki rétt og hefur fréttin verið uppfærð með upplýsingum úr fundargerð aðalfundar deildarinnar. Beðist er afsökunar á misskilningi vegna þessa.