Nýjast á Local Suðurnes

Slasaðist alvarlega í bruna – Bænastund í Grindavíkurkirkju

Grindvíkingurinn Sólrún Alda Waldorff slasaðist alvarlega aðfaranótt miðvikudags þegar henni var bjargað út úr brennandi kjallaraíbúð í Mávahlíðinni í Reykjavík. Vinkonur Sólrúnar í Grindavík ætla að halda bænastund fyrir hana í Grindavíkurkirkju í kvöld klukkan 20:30 en Sólrún Alda berst fyrir lífi sínu og hefur nú verið flutt erlendis á sjúkrahús til frekari aðhlynningar.

Þetta kemur fram á vef Grindavíkurbæjar, en þar kemur fram að vinkonur Sólrúnar hafi birt eftirfarandi skilaboð á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem þær hvetja til þess að sameinast verði í kirkjunni og bæði Sólrúnu og fjölskyldu sendur styrkur á erfiðum tima.

Þórunn Alda Gylfadóttir móðir Sólrúnar Öldu sagði ástandið mjög alvarlegt. Sólrún væri í lífshættu og tekin væri ein klukkustund í einu. Allar bænir myndu hjálpa.