Nýjast á Local Suðurnes

Besta rekstrarár í sögu HS Orku

Árið 2022 var besta rekstrarár í sögu HS Orku hf. Rekstrartekjur námu 10,6 milljörðum króna og aukast um 14,7% á milli ára. Munar þar mestu um hátt álverð og verðhækkanir í kjölfar orkuskorts. Fjárhagsstaða félagsins er sterk og nam eigið fé 28,6 milljörðum og eiginfjárhlutfall 41,5% í lok árs.

Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, er að vonum ánægður með árangurinn: „Ársuppgjör HS Orku fyrir árið 2022 sýnir að reksturinn er traustur og gefur okkur svigrúm til frekari vaxtar. Á grunni Auðlindagarðsins og með sjálfbærni að leiðarljósi búum við í haginn með fleiri langtímasamningum og höfum lagt grunn að metnaðarfullum framtíðarverkefnum á sviði orkuvinnslu. Með þessu móti leggjum við okkar af mörkum til að Ísland geti staðið við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í loftslagsmálum.