Nýjast á Local Suðurnes

135 milljóna einbýli í Sandgerði komið á sölu – Sjáðu myndirnar!

Mikið endurnýjað 276 fermetra einbýlishús við Norðurgötu í Sandgerðshverfi Suðurnesjabæjar er komið á sölu. Verðmiðinn er litlar 135 milljónir króna.

Í lýsingu segir að húsið sé mikið endurnýjað á að innan sem utan, auk þess sem því fylgir útihús með heitum potti.

Í lýsingu kemur einnig fram að fyrir liggi samþykktar teikningar af breytingum, sem leyfa allt að fimm stakar íbúðir.