Nýjast á Local Suðurnes

Sjóherinn pirrar Njarðvíkinga

Bandaríski sjóherinn stendur fyrir aðflugsæfingum á Keflavíkurflugvelli þessa stundina. Samkvæmt flugvef Flightradar, sem birtir flugupplýsingar í rauntíma eru tvær flugvélar við æfingar.

Sudurnes.net hefur borist nokkrar ábendingar frá íbúum í Njarðvík um að töluverður hávaði fylgi umræddum æfingum. Eftir því sem blaðamaður kemst næst í samtölum við flugáhugafólk er ekki algengt að þessi flugbraut sé notuð í slíkar æfingar, en líklega ræður vindátt því að hún sé notuð í þetta sinn. Eins og sjá má á skjáskotinu af Flightradar sem fylgir fréttinni hafa vélarnar tekið nokkuð marga hringi yfir Suðurnesjasvæðið.