sudurnes.net
Sjóherinn pirrar Njarðvíkinga - Local Sudurnes
Bandaríski sjóherinn stendur fyrir aðflugsæfingum á Keflavíkurflugvelli þessa stundina. Samkvæmt flugvef Flightradar, sem birtir flugupplýsingar í rauntíma eru tvær flugvélar við æfingar. Sudurnes.net hefur borist nokkrar ábendingar frá íbúum í Njarðvík um að töluverður hávaði fylgi umræddum æfingum. Eftir því sem blaðamaður kemst næst í samtölum við flugáhugafólk er ekki algengt að þessi flugbraut sé notuð í slíkar æfingar, en líklega ræður vindátt því að hún sé notuð í þetta sinn. Eins og sjá má á skjáskotinu af Flightradar sem fylgir fréttinni hafa vélarnar tekið nokkuð marga hringi yfir Suðurnesjasvæðið. Meira frá SuðurnesjumLúxusinn í fyrirrúmi um borð í A – Myndband!Ný heilsugæsla verði í nýju hverfiMynd komin á 339 íbúða hverfi – Myndir!Bjóða geymslusvæði fyrir ferðavagnaBjóða íbúum sand til hálkuvarnaBiðjast afsökunar eftir að hafa vísað blindum einstaklingi á dyrHluti Keflavíkur án rafmagns frá miðnættiMalbikunarframkvæmdir á fimmtudagLoka fyrir rafmagn í hluta KeflavíkurhverfisGamla myndin: Þekkirðu fólkið?