Nýjast á Local Suðurnes

Ingunn Embla og Lilja Ósk skrifa undir samning við Grindavík

Embla og Lilja skrifuðu undir tveggja ára samning við Grindavík og það gerði Pétur Guðmundsson einnig

Lilja Ósk Sigmarsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir hafa skrifað undir 2 ára samninga við körfuknattleiksdeild Grindavíku. Lilja er uppalinn Grindvíkingur og lék með Grindavík á síðasta tímabili en Ingunn hefur leikið með Keflavík allan sinn feril.

Ingunn er fædd árið 1995, er 170 cm á hæð og spilar stöðu bakvarðar. Hún var með rúm 8 stig að meðaltali í leik í fyrra og tók 4,5 fráköst.

Pétur Guðmundsson skrifaði einnig undir 2 ára samning um að aðstoða Daníel við þjálfun meistaraflokks kvenna.