Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík semur við tvo öfluga leikmenn

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur samið við tvo öfluga leikmenn fyrir komandi átök í úrvalsdeild karla í körfubolta, þá Nicolás Richotti og Dedric Basil.

Basil er bakvörður sem lék með Þór Akureyri á síðasta tímabili og skilaði hann í hús rúmlega 19 stigum og 8 stoðsendingum í þeim 25 leikjum sem hann lék með liðinu á síðasta tímabili.  Basil er 26 ára bandaríkjamaður og óhætt að segja að hann styrkir enn frekar ansi þéttann hóp liðsins fyrir komandi átök, segir í tilkynningu.

Richotti sem leikur í stöðu leikstjórnanda kemur frá Palencia í næst efstu deild Spánar en hann lék í áratug fyrir Tenerife í efstu deild þar í landi. Nicolás er hlaðinn reynslu en hann hefur unnið meistaradeild Evrópu með Tenerife þar sem hann var lengi vel fyrirliði og að auki hefur hann spilað fyrir hið sterka argentíska landslið.

Mynd: UMFN.is