Wizz flýgur á milli Vilnius og KEF
Ungverska lággjaldaflugfélagið Wizz-air mun hefja flug hingað til lands frá Vilnius í Litháen þann 17. desember næstkomandi.
Flugfélagið tilkynnti þetta Facebook-síðu sinni á dögunum. Flogið verður tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og föstudögum. Samkvæmt vefsíðu félagsins verður ódýrasti farmiðinn á um 10.000 krónur aðra leið.