Nýjast á Local Suðurnes

Samið við ÍAV um byggingu íþróttahúss og sundlaugar

Reykjanesbær og Íslenskir aðalverktakar hf hafa undirritað verksamning vegna framkvæmda við áfanga 2 við Stapaskóla.

Byggingin mun hýsa fullbúið íþróttahús með áhorfendastúku ásamt 25 metra sundlaug og heitum pottum. Stefnt er að því að byggingin muni rísa á næstu fimmtán mánuðum.