Stöðvaður með töluvert af oxycontintöflum

Karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í gærkvöld við komuna til landsins þar sem í farangri hans fundust á annað hundrað oxycontintöflur. Tollgæslan fann töflurnar við hefðbundið eftirlit. Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði töflurnar og málið er í rannsókn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
Þá var annar karlmaður stöðvaður við komuna til landsins um helgina og reyndist vera með meint fíkniefni í buxnaskálm sinni.