Nýjast á Local Suðurnes

Heklan og Pipar/TBWA kenna markaðsnördum að nota Facebook

Fjölmörg fyrirtæki nýta sér Facebook til markaðssetningar og því mikilvægt að fylgjast vel með þróuninni í breytilegum heimi samfélagsmiðla, einnig er afar mikilvægt fyrir stjórnendur fyrirtækja að læra að nota miðilinn rétt sem markaðstæki.

Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja og Markaðsstofa Reykjaness munu standa fyrir námskeiðum í notkun á samfélagsmiðlinum Facebook í samstarfi við Pipar/TBWA, en auglýsingastofan hefur sérhæft sig í markaðssetningu á samfélagsmiðlum.
Námskeiðin verða haldin 24. og 25. febrúar frá kl. 09:00 – 12.30. Nánari upplýsingar er að finna hér.