Nýjast á Local Suðurnes

Silfur í boðsundi – Þrír Suðurnesjamenn í sveitinni

Íslenska sveitin í 4×200 metra skriðsundi karla vann til silf­ur­verðlauna á Smáþjóðaleikunum, sem fram fara í San Marínó um þessar mundir. Þrír sundmenn af Suðurnesjum eru í sveitinni.

Karlarnir syntu á tím­an­um 7:46,34 mín­út­um. Sveit­ina skipuðu Suðurnesjamennirnir Davíð Hildi­berg Aðal­steins­son, Kristó­fer Sig­urðsson og Þröst­ur Bjarna­son auk Arons Arnar Stef­áns­sonar.