Nýjast á Local Suðurnes

Enginn Suðurnesjamaður fær formennsku í fastanefndum

Enginn Suðurnesjamaður fær formennsku í neinni af átta fastanefndum alþingis, tveir formenn fastanefnda koma þó úr Suðurkjördæmi, Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks verður formaður atvinnuveganefndar og Jóna Sólveig Elínardóttir, þingmaður og varaformaður Viðreisnar, verður formaður utanríkismálanefndar. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks verður 1. varaformaður atvinnuveganefndar.

Enginn þingmaður úr Suðurkjördæmi fékk ráðherrastól í núverandi ríkisstjórn, en sú ákvörðun var ekki vel liðin af þingmönnum kjördæmisins, sem sögðu á þeim tíma að þeir ættu von á formennsku í nefndum.