Nýjast á Local Suðurnes

Kærðu örútboð Reykjanesbæjar á endurskoðun – Öllum kröfum hafnað

Tvö endurskoðunarfyrirtæki, PricewaterhouseCoopers ehf., og Endurskoðendaþjónustan ehf., kærðu örútboð Ríkiskaupa fyrir hönd Reykjanesbæjar á endurskoðun reikninga sveitarfélagsins, Reykjaneshafnar og Fasteigna Reykjanesbæjar, til Kærunefndar útboðsmála.

Báðir kærendur kærðu útboðin til Kærunefndar þar sem þeir töldu að starfsmaður Grant Thornton endurskoðun ehf., sem Reykjanesbær samdi við að loknu útboði, hefði ekki þá reynslu til starfans sem óskað var eftir í útboðsgögnum. Reykjanesbær taldi umræddan starfsmann hins vegar hafa þá reynslu sem þyrfti til að uppfylla skilyrðin sem sett voru í útboðinu.

Ákvörðun Reykjanesbæjar um að taka tilboði Grant Thornton endurskoðunar ehf. var lögmæt, að mati Kærunefndar útboðsmála og var öllum kröfum kærenda, PricewaterhouseCoopers ehf. og Endurskoðendaþjónustunnar ehf., vegna örútboðs Ríkiskaupa og Reykjanesbæjar, „Endurskoðun Reykjanesbæjar“, því hafnað af nefndinni.