Nýjast á Local Suðurnes

Endurvinnsla fer vel af stað – Flokkað efni um 23% af heildarinnvigtuðu úrgangsmagni

Á þeim tveimur mánuðum frá því að flokkun úrgangs við heimili á Suðurnesjum hófst hefur flokkunin gengið bærilega að mati stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja og var flokkað efni um 23% af heildarinnvigtuðu úrgangsmagni frá heimilum í nóvember.

Í fundargerð stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja kemur fram að samskipti við íbúa hafi verið mjög mikil og góð undanfarið og ýmsar breytingar verið gerðar á fjölda og tegund endurvinnsluíláta. Einnig hafa borist margar fyrirspurnir og óskir um leiðbeiningar og hefur íbúum verið vel sinnt vegna slíkra óska. Einstaka kvartanir hafa borist svo sem vegna sorphirðu, breytinga á tíðni  sorphirðu o.fl. og hefur samvinna við íbúa og sorphirðuverktakann verið góð í slíkum tilfellum.