Nýjast á Local Suðurnes

Aðeins korthafar fá að fara í sund

Dagana 10. og 11. október verður sundlaug Grindavíkur aðeins opin þeim gestum sem eiga árskort eða klippikort. Ekki verður hægt að kaupa staka miða eða kort þessa daga.

Gripið er til þessara aðgerða til þess að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, segir í tilkynningu á vef Grindavíkurbæjar.