Nýjast á Local Suðurnes

Stefnt á að bjóða upp á hollan kvöldmat frá leikskólum Hjallastefnunnar

Leik­skól­ar Hjalla­stefn­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu munu frá og með 15. janú­ar bjóða fjöl­skyld­um barna á leik­skól­un­um að taka með sér til­bún­ar kvöld­máltíðir þegar börn eru sótt á leik­skól­ann.

Hjallastefnan rekur fjóra leikskóla á Reykjanesi, þrjá í Reykjanesbæ og einn í Sandgerði og sagði Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir hjá Hjallastefnunni að stefnt sé að því að bjóða upp á þessa þjónustu á Suðurnesjum þegar umfangið á höfuborgarsvæðinu verður ljóst. Verkefnið er unnið í samstarfi við veitingastaðinn Gló, sem sérhæfir sig í íslensku hollustufæði.

“Kvöldmatarþjónustan verður fyrst um sinn aðeins aðgengileg fyrir leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Um leið og við höfum fengið tilfinningu fyrir umfangi og vinnu í samstarfi við Gló þá færum við út kvíarnar á Suðurnesin.” Sagði Svanhildur Gréta.

Hjalla­stefn­an hef­ur starfað eft­ir eig­in mat­ar­stöðlum í mörg ár að sögn Mar­grét­ar Pálu Ólafsdóttur er mik­il áhersla lögð á hollt fæði í skól­um stefn­unn­ar. Í boði verða ým­ist græn­met­is- eða kjúk­linga­rétt­ir og verða máltíðirn­ar svo gott sem til­bún­ar þegar þær eru sótt­ar en miðað er að aðeins þurfi nokk­ur ein­föld hand­tök til að und­ir­búa máltíðirn­ar.