Nýjast á Local Suðurnes

Fannst meðvitundarlaus í Bláa lóninu – Starfsfólk þurfti að beita hjartahnoði

Erlend kona fannst meðvitundarlaus í Bláa lóninu í morgun en hún var þar gestur ásamt eiginmanni sínum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum fór konan í öndunarstopp á leiðinni í sjúkrabíl sem flutti hana til Reykjavíkur.

Magnea Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Bláa lónsins, segir í samtali við DV að starfsmenn hafi strax brugðist við og komið konunni til aðstoðar. Hlúðu þeir að konunni og þurfti að beita hjartahnoði. Þrautþjálfaðir starfsmenn staðarins fengu einnig aðstoð frá erlendum lækni og hjúkrunarfræðingi sem voru gestir í lóninu á sama tíma.