Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða út aðstöðu hópferðabifreiða og miðasölu innanhúss í FLE – Samið verður til 5 ára

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ríkiskaup fyrir hönd Isavia ohf. óska eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í útboði um aðgang að Aðstöðu hópferðabifreiða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.  Um er að ræða aðgang rekstraraðila, sem sinna áætlunarakstri milli flugstöðvar og höfuðborgarsvæðis, að stæðum fyrir hópferðabíla við flugstöðvarbygginguna ásamt aðstöðu til miðasölu innanhúss.

Samið verður um aðstöðu hópferðabíla til 5 ára og heimilt að framlengja samninga um allt að 2 ár til viðbótar, eitt ár í senn.