Nýjast á Local Suðurnes

Metfjöldi fíkniefnamála í Leifsstöð – Þrettán í gæsluvarðhaldi

Á síðustu tveimur mánuðum hafa samtals þrettán verið handteknir fyrir tilraun til smygls í Leifsstöð. Að sögn Jóns Halldórs Sigurðssonar, lögreglufulltrúa í fíkniefnadeild á Suðurnesjum, er þetta metfjöldi. Um er að ræða nokkur kíló af kókaíni.

Allir þrettán eru í gæsluvarðhaldi í fangelsinu í Hólmsheiði. Á vef RÚV kemur fram að talið sé að málin þrettán séu aðskilin en að lögreglan rannsaki nú hvort þau tengist.