Nýjast á Local Suðurnes

El Sjeiks sigruðu á vel heppnuðu fyrirtækjamóti í blaki – Myndir!

Blakdeild Keflavíkur stóð fyrir fyrirtækjamóti í blaki um helgina í íþróttahúsinu við Sunnubraut, 10 lið voru skráð til leiks í þetta skiptið og keppt var á þremur völlum.

Þetta er annað árið í röð sem blakdeildin stendur fyrir móti af þessu tagi og var þátttakan í ár mun betri en aðstandendur mótsins þorðu að vona.

“Við áttum ekki von á svona mikilli þátttöku og við erum mjög þakklát fyrir þátttökuna og ég held að allir hafi skemmt sér mjög vel.” Sagði Svandís Þorsteinsdóttir, formaður Blakdeildar Keflavíkur í samtali við Suðurnes.net.

Verðlaun voru veitt fyrir þrjú efstu sætin, í 3. sæti lentu Penslar og verkfæri, Ráðhús Reykjanesbæjar lenti í öðru sæti og sigurvegarar mótsins urðu El sjeiks.

blakmot1

El sjeiks fögnuðu sigri á mótinu

blakmot2

blakmot3

 

blak6

blak7

blak8

blakmot4

Reykjanesbær og El sjeiks léku til úrslita á mótinu