Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík deildarmeistari – Stórt tap hjá Víði

Njarðvíkingar tryggðu sér deildarmeistaratitilinn í 2. deildinni í knattspyrnu með sigri á KV á Njarðtaksvellinum í dag. Njarðvíkingar skoruðu 3 mörk gegn einu Vesturbæinga. Kenneth Hogg og Arnór Björnsson skoruðu sitt markið hvor fyrir Njarðvíkinga, en eitt var sjálfsmark.

Víðsmenn sem áttu veika von um að tryggja sér sæti í Inkassó-deildinni töpuðu stórt í Mosfellsbænum, þar sem þeir sóttu Aftureldingu heim. Heimamenn komu knettinum fimm sinnum í mark Víðsmanna sem skoruðu eitt. Það var Patrik Snær Atlason sem skoraði mark Víðismanna.