Nýjast á Local Suðurnes

Hulk Hogan brugðið eftir harkalega lendingu á Keflavíkurflugvelli – Myndband!

Banda­ríski glímukapp­inn Hulk Hog­an komst í hann krapp­an þegar bremsubúnaður einka­flug­vélar sem hann var farþegi í skemmd­ist illa í harka­legri lend­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli í gær.

Hogan lýsir reynslu sinni í mynd­bandi á Face­book. Í því kem­ur fram að bremsu­búnaður­inn hafi brætt úr sér og dekk­ hafi sprungið við harka­lega lend­ingu á vell­in­um.

Hulk Hog­an var einn þekkt­asti glímu­kóng­ur­inn á ní­unda ára­tug síðustu ald­ar. Hann er þekkt­ur fyr­ir af­ger­andi út­lit sitt, vöðva og ljóst hár og skegg. Hann hef­ur leikið í fjölda kvik­mynda og þátta.