Nýjast á Local Suðurnes

Fjörutíu kvartanir eftir að rafskaut bilaði í ofni USi

Um 40 kvartanir vegna lyktamengunar frá kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík bárust Umhverfisstofnun um síðustu helgi, eftir að bilun kom upp í ofni verksmiðjunnar á sunnudag vegna rafskauta.

Ofninn er keyrður á 12 til 15 megavöttum í stað 32ja eins og hann á að vera, að sögn sérfræðings hjá Umhverfisstofnun. Stofnunin fylgist með gangi mála í Helguvík og hafa rannsóknir sýnt að meiri mengun berst frá verksmiðjunni þegar ofninn er á lágu hitastigi eins og verið hefur undanfarna daga.