Nýjast á Local Suðurnes

Samráðsfundur um deiliskipulag vestur- og austursvæðis Keflavíkurflugvallar

Isavia vinnur nú að gerð deiliskipulags fyrir vestur- og austursvæði Keflavíkurflugvallar. Tillögurnar liggja fyrir í drögum og kallar Isavia því eftir samráði við hagsmunaaðila svæðanna.
Kynningarfundur og vinnustofa verður haldinn í Hljómahöll, í dag, þriðjudaginn 25. október klukkan 13.00-16.00. Þar verða drög að deiliskipulagstillögum kynnt og ábendingum þátttakenda safnað saman í vinnuhópum.
Áhugasamir um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eru hvattir til þess að mæta á vinnufundinn. Óskað er eftir skráningum á netfangið skipulagsfulltrui@isavia.is
Forkynning stendur yfir til 15. nóvember. Á meðan á forkynningartímabili stendur er hægt að senda ábendingar á skipulagsfulltrui@isavia.is