sudurnes.net
Samráðsfundur um deiliskipulag vestur- og austursvæðis Keflavíkurflugvallar - Local Sudurnes
Isavia vinnur nú að gerð deiliskipulags fyrir vestur- og austursvæði Keflavíkurflugvallar. Tillögurnar liggja fyrir í drögum og kallar Isavia því eftir samráði við hagsmunaaðila svæðanna. Kynningarfundur og vinnustofa verður haldinn í Hljómahöll, í dag, þriðjudaginn 25. október klukkan 13.00-16.00. Þar verða drög að deiliskipulagstillögum kynnt og ábendingum þátttakenda safnað saman í vinnuhópum. Áhugasamir um uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eru hvattir til þess að mæta á vinnufundinn. Óskað er eftir skráningum á netfangið skipulagsfulltrui@isavia.is Forkynning stendur yfir til 15. nóvember. Á meðan á forkynningartímabili stendur er hægt að senda ábendingar á skipulagsfulltrui@isavia.is Meira frá SuðurnesjumÓskað eftir tilnefningum til nýrra verðlauna Reykjanes GeoparkGerð undirganga við Hafnaveg í útboð – Verkinu skal lokið um miðjan nóvemberÓska eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenningaAuglýsa eftir neyðarheimili – Tækifæri til að hlúa að börnum sem hafa upplifað erfiðar aðstæðurMæta Kópavogi í undanúrslitum ÚtsvarsBæjarstjóri fundar á meðan landsleikur við Austurríki fer framGjaldskrá Reykjanesbæjar hækkarAðalfundur Keflavíkur: Allar deildir félagsins með gæðavottun ÍSÍÖllum bankaútibúum á Suðurnesjum lokaðRannsaka samkeppnisleg áhrif samruna vegna kaupa Samkaupa á 14 verslunum Basko