Nýjast á Local Suðurnes

Öllum bankaútibúum á Suðurnesjum lokað

Útibú­um Íslands­banka og Landsbanka á Suðurnesjum, eins og annarsstaðar á landinu hef­ur verið lokað vegna þeirra tíma­bundnu erfiðleika sem steðja að vegna út­breiðslu kór­ónu­veirunn­ar. Landsbankinn skellti í lás í dag en útibú Íslandsbanka verða lokuð frá og með morg­un­deg­in­um,  miðviku­deg­in­um 25. mars, nema í brýnni nauðsyn og eru viðskipta­vin­ir beðnir um að nýta sér sta­f­ræn­ar lausn­ir fyr­ir alla helstu bankaþjón­ustu.

Viðskipta­vin­ir bankanna beggja eru hvatt­ir til að óska aðeins eft­ir af­greiðslu í úti­búi sé er­indið mik­il­vægt og ekki hægt að leysa úr því með öðrum hætti; með sta­f­ræn­um þjón­ustu­leiðum bank­anna, öppum, í net­bönk­­um eða með sam­tali við Þjón­ustu­ver, með tölvu­pósti eða með því að senda fyr­ir­spurn í gegn­um net­spjall.