Nýjast á Local Suðurnes

Landsbankinn styrkir Bláa herinn

Tómas Knútsson leiðtogi Bláa hersins tók við styrknum.

Umhverfisstyrkir Landsbankans voru afhentir 30. október. Umhverfisstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar. Í dómnefnd sátu Dr. Brynhildur Davíðsdóttir, dósent í Umhverfis- og auðlindafræðum við Háskóla Íslands, Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagsábyrgð og Dr. Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður stofnunar Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun við Háskóla Íslands, en hún var jafnframt formaður nefndarinnar.

Blái herinn fékk styrk til að vinna að hreinsun á strandlengju landsins og koma rusli í endurvinnslu. Blái herinn er 20 ára í ár og hefur staðið að fjölmörgum hreinsunarverkefnum á þessum tíma. Nú er unnið að verkefnum á tíu strandsvæðum um allt land, svæði sem verða hreinsuð, ruslið skrásett og loks sett í endurvinnslu. Tómas Knútsson leiðtogi Bláa hersins tók við styrknum.