Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær endurskoðar fjölmenningarstefnu

Fræðslustjóri fór yfir stöðu mála varðandi þjónustu við nemendur af erlendum uppruna sem búa í Reykjanesbæ á fundi fræðsluráðs sem haldinn var þann 30. október síðastliðinn. Í Reykjanesbæ er unnið eftir fjölmenningarstefnu frá árinu 2004. Fram kemur í fundargerðinni að hópur fulltrúa allra sviða endurskoði nú stefnuna.

Ráðið telur mikilvægt að upplýsa um reglur um túlkaþjónustu í leik- og grunnskólum auk þess sem ramma þurfi inn samstarf við foreldra barna í sömu stofnunum.

Hópur kennara sem kenna nemendum af erlendum uppruna í grunnskólum, hittist reglulega í vetur, til að ræða starfið. Ráðið telur mikilvægt er að koma á samráði leikskólakennara á sama hátt.

Þá kom fram á fundi ráðsins að tveir einstaklingar munu setja upp kennsluhópa  til að kenna mismunandi móðurmál nemenda. Nú þegar eru nokkrir kennarar tilbúnir og geta þeir kennt sjö tungumál.