Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær einfaldar þjónustu – Ráða “breytingastjóra”

Reykjanesbær stefnir á að einfalda þjónustu víð íbúa á þann hátt að flýta megi afgreiðslu mála með aukinni rafrænni þjónustu.

Þetta kom fram á fundi bæjarstjórnar sveitarfélagsins. Þannig verður reynt að haga málum þannig að öll málálaleitan íbúa sem má leysa í fyrstu snertingu verði leyst í fyrstu snertingu með öflugri ferlum og aukinni rafrænni þjónustu.

Þá er stefnt að ráðningu “breytingarstjóra rafrænnar þjónustu” sem fær meðal annars það verkefni að þróa þennan þátt starfseminnar.