Nýjast á Local Suðurnes

Margt áhugavert í boði fyrir unglinga í Reykjanesbæ – Sjáðu bæklinginn hér!

Nýlega var gefin út bæklingur á veraldarvefnum þar sem starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima yfir veturinn er kynnt. Félagsmiðstöðin er staðsett á Hafnargötu 88 og er fyrir nemendur í 8. – 10. bekk grunnskólanna í Reykjanesbæ.

Margt áhugavert er í boði fyrir nemendur grunnskólanna þennan veturunn, en sem dæmi má nefna að starfræktir verða stelpuklúbbur og strákaklúbbur.

Í tilkynningu á heimasíðu Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar kemur fram að mikilvægi tómstunda sé gríðarlegt, ekki síst í ljósi aukinnar kyrrsetu barna og unglinga sem meðal annars er rakin til aukinnar snjalltækjanotkunar. Þá beinir ÍT-ráð þeim tilmælum til foreldra að kynna bæklinginn fyrir unglingum sínum, en bæklinginn má finna hér.